Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Myndvinnsluforrit

Bæði Paint og Picture Manager fylgja með XP. Þau þykja mér hentug til að kenna bæði miðstigi og unglingastigi myndvinnslu. Þetta eru dæmi um hvað er hægt að gera í þeim.

Ljósmynd breytt með PaintLjósmynd breytt með Paint2Copy (2) of Picture 0021aMynd breytt með Picture ManagerEftir að hafa kennt krökkunum á þessi tvö forrit, tel ég að það sé mjög gott að nota Microsoft Digital Image Suite Anniversary Edition Editor í framhaldi. Það er afar skemmtilegt myndvinnsluforrit sem hefur flest það sem flóknari myndvinnsluforrit hafa, án þess að vera hrikalega flókið.


Print screen í Windows hluta MacOS tölvu

Macintosh lyklaborð er með Print Screen skipun á F14 takkanum á lyklaborðinu. Ég nota Print Screen mikið þegar ég bý til leiðbeiningar og verkefni. Þá tek ég mynd af skjánum með Print Screen takkanum á Windows lyklaborði (F14 takkinn á Mac lyklaborðinu), fer svo í Word og nota Ctrl+V til að líma myndina inn í textann. Svo klippi ég utan af henni þannig að einungis sá hluti sem ég er að fjalla um er eftir.

Myndir færðar úr myndavél í tölvu

Þennan kortalesara keypti ég í Pennanum fyrir skólann. Hann er mun hentugri en hellingur af snúrum og getur lesið næstum allar tegundir af kortum. Ég útbjó leiðbeiningar um notkun hans fyrir nemendur og kennara. Þær eru hér í viðhengi.

SA400015


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Word ljóðaverkefni fyrir 4. - 7. bekk

Þetta verkefni er hægt að laga eftir því hvaða umfjöllunarefni er að ræða. Allt frá því að maður hafi sett textann inn fyrir yngstu nemendurna í það að elsta stigið semji eigið efni á ensku eða dönsku. Miðstigið getur útbúið nafnaljóð eins og í þessu verkefni. Þetta er góð upprifjun á grunnatriðum Word og því hvernig á að prenta skjöl.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Paint verkefni fyrir 5. og 6. bekk

Það er gaman að leyfa krökkunum að breyta ljósmyndum í teiknimyndir.

Copy of flowerflower

Þessi mynd er í þægilegri stærð og í einfaldari kantinum.


Kennsluáætlanir fyrir tölvukennslu

Hér í viðhengi eru nokkrar kennsluáætlanir fyrir tölvukennslu. Vonandi gagnast þær einhverjum.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Óska eftir tenglum

Vitið þið um síður sem eru með efni sem við getum notað fyrir tölvukennslu? Ef svo, setjið þær endilega í athugasemdir við þessa færslu og ég get þá bætt þeim við sem tenglum á þessu bloggi.

Hringekjukennsla á miðstigi

Þetta haustið skiptum við krökkunum á miðstiginu í hópa. Þessir hópar fara í myndmennt, heimilisfræði, textímennt, tæknimennt og tölvur, þrjá tvöfalda tíma í hverri viku í einni grein og skipta svo í næstu. T.d. er ég með hóp núna í 6. bekk sem byrjaði hjá mér í haust og koma til mín í tölvutíma sex kennslustundir í viku. 13. október er svo skipt og þá fara þau í annað fag og ég fæ nýjan hóp. Þetta fyrirkomulag virkar mjög vel, þau muna miklu meira á milli tíma, fyrir utan það að þetta eru minni hópar (bara 11 nemendur í einu í stað 24). Svo eru þau líka duglegri að hjálpast að. Ég mæli eindregið með þessu. Wink


Leikjagerðarforrit

Um daginn rakst ég á tölvukennara sem benti mér á síðuna http://www.alice.org/ til að nálgast ókeypis leikjagerðarforrit. Hún notar það til að kenna bráðgerum 11 ára börnum að búa til leiki. Það ætti líka að henta á unglingastigi. Hún tjáði mér að forritið noti myndræna forritun, ekki kóðainnslátt, og það sé því auðvelt í notkun. Stefnan hjá mér er að skoða þetta forrit í sumar. Ef einhvern langar til að skoða það fyrr og setja inn nánari upplýsingar um forritið, þá væri það vel þegið. Smile

Myndvinnsluverkefni

Þetta verkefni nota ég með 7. og 8. bekk til að kenna þeim á myndvinnsluforrit eins og Paint og Picture Manager. Nýverið hef ég líka farið að skoða Microsoft Digital Image Suite Anniversary Edition Editor, sem er aðeins flóknara myndvinnsluforrit. Þau breyta myndunum á ýmsa vegu í forritunum, annaðhvort einni mynd eða fleirum, vista svo í eina möppu og nota þær til að búa til stuttmynd með MovieMaker. Nemendur hafa jafnan mikinn áhuga á þessu verkefni.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Laufey
Laufey
Tölvukennari við Grunnskólann á Ísafirði. Vill vinna með öðrum tölvukennurum á þessu bloggi.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband