Færsluflokkur: Tölvur og tækni
12.1.2009 | 14:21
Myndvinnsluforrit
Bæði Paint og Picture Manager fylgja með XP. Þau þykja mér hentug til að kenna bæði miðstigi og unglingastigi myndvinnslu. Þetta eru dæmi um hvað er hægt að gera í þeim.
Eftir að hafa kennt krökkunum á þessi tvö forrit, tel ég að það sé mjög gott að nota Microsoft Digital Image Suite Anniversary Edition Editor í framhaldi. Það er afar skemmtilegt myndvinnsluforrit sem hefur flest það sem flóknari myndvinnsluforrit hafa, án þess að vera hrikalega flókið.
17.11.2008 | 13:56
Print screen í Windows hluta MacOS tölvu
17.11.2008 | 09:15
Myndir færðar úr myndavél í tölvu
Þennan kortalesara keypti ég í Pennanum fyrir skólann. Hann er mun hentugri en hellingur af snúrum og getur lesið næstum allar tegundir af kortum. Ég útbjó leiðbeiningar um notkun hans fyrir nemendur og kennara. Þær eru hér í viðhengi.
5.11.2008 | 13:10
Word ljóðaverkefni fyrir 4. - 7. bekk
22.10.2008 | 13:44
Paint verkefni fyrir 5. og 6. bekk
Það er gaman að leyfa krökkunum að breyta ljósmyndum í teiknimyndir.
Þessi mynd er í þægilegri stærð og í einfaldari kantinum.
1.10.2008 | 22:31
Kennsluáætlanir fyrir tölvukennslu
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 08:29
Óska eftir tenglum
19.9.2008 | 08:21
Hringekjukennsla á miðstigi
Þetta haustið skiptum við krökkunum á miðstiginu í hópa. Þessir hópar fara í myndmennt, heimilisfræði, textímennt, tæknimennt og tölvur, þrjá tvöfalda tíma í hverri viku í einni grein og skipta svo í næstu. T.d. er ég með hóp núna í 6. bekk sem byrjaði hjá mér í haust og koma til mín í tölvutíma sex kennslustundir í viku. 13. október er svo skipt og þá fara þau í annað fag og ég fæ nýjan hóp. Þetta fyrirkomulag virkar mjög vel, þau muna miklu meira á milli tíma, fyrir utan það að þetta eru minni hópar (bara 11 nemendur í einu í stað 24). Svo eru þau líka duglegri að hjálpast að. Ég mæli eindregið með þessu.
13.4.2008 | 19:00
Leikjagerðarforrit
31.3.2008 | 10:56