Færsluflokkur: Tölvur og tækni
14.3.2010 | 21:06
MovieMaker og myndvinnsla með 7.bekk
Hér er verkefni sem ég geri með 7. bekk þetta árið. Krökkunum finnst undantekningarlaust gaman að myndvinnslu. Ég nota hér myndir af mér og ég læt krakkana taka myndir af sér. Þeir sem vilja ekki mynd af sér geta t.d. tekið mynd af höndinni á sér til að nota. Stundum leyfi ég þeim að finna myndir á netinu, en oftast nota þau mynd af sér. Sum finna myndir af sér á netinu sem þau vista inn í möppuna sína til að nota.
MovieMaker virkar best ef öll skjöl sem eru í stuttmyndinni eru geymd í sömu möppu og vinnsluskjalið sjálft. Þetta er góð leið til að kenna krökkunum skjalavörslu án þess að hún verði leiðinleg.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2010 | 21:00
Að læra á forrit
Núna er ég á námskeiði hjá Háskóla Íslands sem heitir Margmiðlun til náms og kennslu. Þarna erum við að læra á ýmis margmiðlunarforrit og mér þykir mjög áhugavert að íhuga námsferlið sem fylgir því að læra á nýtt forrit.
Til að koma manni af stað þarf maður svolitla hjálp, helst námskeið sem þarf samt ekki að vera nema örfáar klukkustundir (jafnvel bara tvær klukkustundir) rétt til að koma manni af stað. Síðan þarf maður leiðbeiningar skrifaðar á mannamáli sem maður getur nálgast á auðveldan hátt. Lykilhvatinn fyrir mig er að ég eigi síðan að skila verkefni (skýr fyrirmæli takk fyrir) á ákveðnum tíma. Þá leggst maður í grúsk og tíminn flýgur bókstaflega.
Kennum við eins og við lærum? Læra krakkarnir svona? Ég ætla að spyrja þau að því fljótlega.
27.1.2010 | 12:01
Flash hreyfimynd
13.3.2009 | 08:17
Gliturtexti
Gaman að leyfa krökkunum að búa til gliturtexta og setja hann inn á Skólatorgssíðuna sína. Ég nota það líka til að kenna þeim um kóða, því þau setja kóðann inn í textareitinn og fá út gliturtextann í skoðunarham.
Þessi gliturtexti fæst t.d. með eftirfarandi kóða (sem gliturtextasíðan býr til fyrir mann):
<embed src="http://www.familylobby.com/common/flash/funphoto/load.swf?photoid=818107" quality=high wmode=transparent width=400 height=300 name=fpc818107 AllowScriptAccess=always type="application/x-shockwave-flash" pluginspage="http://www.macromedia.com/go/getflashplayer"></embed>
<img border=0 alt="free glitter text and family website at FamilyLobby.com" src="http://www.familylobby.com/common/tt2705748fltt.gif">
Eftirfarandi slóðir liggja inn á síður þar sem er hægt að búa til gliturtexta:
http://www.familylobby.com/create-glitter-text-graphics.asp
http://www.glittertextgenerator.net/
http://www.dreamdollz.com/Glitter_Maker.html
http://www.nackvision.com/image/glitter_text/
http://www.familylobby.com/create-glitter-text-graphics.asp
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2009 | 15:02
Kennsluáætlanir á vorönn
19.2.2009 | 19:50
Þrívíddarlíkan af líkama
Kennari við skólann okkar rakst á vef þar sem er hægt að skoða þrívíddarlíkan af líkamanum. Það byrjar sem beinagrind en hægt er að bæta inn hinum ýmsu líffærakerfum og vefjum og fela svo aftur. Mér sýnist þetta vera afar sniðugt, sérstaklega í tengslum við náttúrufræði.
Það þarf að setja upp lítið forrit á tölvunni til að geta skoðað líkanið. Það er hnappur á síðunni til að hala því niður í tölvuna. Í fyrsta sinn sem maður fer inn þá býr maður til aðgangsheimildir fyrir sig. Aðgangur er ókeypis og heimildirnar er hægt að nota á fleiri en einni tölvu samtímis.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 09:17
Að setja tónlist af geisladisk inn í tölvu.
16.1.2009 | 09:57
MovieMaker á miðstigi
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 08:33
Windows MovieMaker
12.1.2009 | 14:26