Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Vefumhverfi nemenda

Um miðjan janúar fór ég til London ásamt þremur öðrum frá Ísafjarðarbæ. Við fórum á sýningu sem nefnist Bettshow. Hún er miðuð við menntunargeirann og þar kynna ýmis fyrirtæki í tölvugeiranum það sem þau hafa að bjóða. Einnig eru fyrirlestrar frá aðilum sem standa framarlega í kennslu á þessu sviði. Ég fór á nokkra fyrirlestra og fékk fullt af hugmyndum út frá þeim. Ein af þeim var þessi bloggsíða. Það er nefnilega ensk spjallsíða fyrir kennara, n.k. vefumhverfi þar sem fólk getur sett inn umræðustrengi, deilt reynslu sinni og leitað ráða. Vitið þið hvort það sé eitthvað fyrirtæki hér á landi sem býður upp á slíkt fyrir kennara? Ef ekki, hver haldið þið að gæti sett slíkt upp?

Annað sem ég sá var vefumhverfi fyrir nemendur, þar sem þeir byggja upp eigið verkefnasafn, þeim eru sett fyrir verkefni inni á svæðinu og fá endurgjöf frá kennara. Þetta er nýjasta nýtt í Englandi þar sem það er nýbúið að setja í lög að allir nemendur eigi að hafa aðgang að slíku svæði fyrir ágúst 2008. Á fyrirlestri kynnti kennari sína aðferð, sem er að láta nemendur setja upp bloggsíður þar sem hann setur þeim fyrir verkefni, þeir vinna verkefnin og hjálpast jafnvel að í skapandi skrifum, setja fram sögu í fimm myndum sem þeir taka á gemsana sína og setja svo inn í albúm á bloggsíðunni. Aðrir nemendur geta svo sett athugasemdir við myndirnar þar sem þau reyna að lesa söguna úr myndunum. Ég er að gera tilraun með 8. bekk þar sem ég læt þau setja upp læstar skólabloggsíður og þau eiga svo að skila þeim verkefnum sem gilda til prófs inn á bloggsíðuna. Ég er með lykilorðin að síðunni þannig að nemendur geta fengið þau hjá mér þegar þeir gleyma aðgangsupplýsingunum. Tölvuvalshóparnir í 9. og 10. bekk munu líka skila sínum verkefnum á sama hátt. Krakkarnir hafa líka verið með síður á Skólatorginu, en mér finnst þær svo takmarkaðar. Samt er í fínu lagi að nota þær á miðstiginu eins og við gerum. Meira seinna.

 

Laufey


Að setja upp bloggsíðu

Sumum finnst betra að hafa leiðbeiningar við höndina þegar þeir eru að setja upp bloggsíðu. Skráin sem er hér í viðhengi er með leiðbeiningum sem ég bjó til handa nemendum mínum. Þessa önn er ég að gera tilraun með 8. bekk og tölvuvalskrakkana í 9. og 10. bekk, þar sem ég læt þau setja upp skólabloggsíðu á blog.is (læstar) til að nota sem verkefnamöppur og vinnusvæði.

 

Laufey 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Scratch

Já, ég klóraði mér nú í hausnum yfir þessu forriti í dag. Það er nefnilega kennaranemi sem kom í heimsókn og sagði mér frá því. Þetta er útfærsla af Logo forriti þannig að maður setur inn röð af skipunum og kall á skjánum færist eftir þeim þegar maður smellir á grænt flagg. Slík forrit eru til að hjálpa nemendum að skilja grundvallaratriði sem gilda í forritun. Aðalnámskráin kveður á um að við eigum að koma nemendum í tæri við slíkt, svo það er tilvalið að nýta sér þetta. Forritið er hægt að nálgast á slóðinni http://scratch.mit.edu/ - það er ókeypis og tekur lítinn tíma að setja það upp. Eina smávægilega vandamálið sem ég rakst á var að það virkar í administrator aðgangi en ekki í nema aðgangi. Ég þarf að rifja upp hvernig maður bætir nema aðganginum inn í securities á möppunni. Þegar ég er komin með það á hreint skal ég setja inn leiðbeiningar um það hérna.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kæru kennarar!

Mig langar til þess að við vinnum saman, skiptumst á hugmyndum og hjálpumst að í tölvukennslunni.W00t Ég hyggst setja hér inn tölvuverkefni og hugmyndir varðandi tölvukennslu. Ef þið hafið áhuga á að gera slíkt hið sama, hafið endilega samband við mig með því að setja athugasemd hér inn eða sendið mér tölvupóst á laufey@isafjordur.is.

Höfundur

Laufey
Laufey
Tölvukennari við Grunnskólann á Ísafirði. Vill vinna með öðrum tölvukennurum á þessu bloggi.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband