Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
17.11.2008 | 13:56
Print screen í Windows hluta MacOS tölvu
Macintosh lyklaborð er með Print Screen skipun á F14 takkanum á lyklaborðinu. Ég nota Print Screen mikið þegar ég bý til leiðbeiningar og verkefni. Þá tek ég mynd af skjánum með Print Screen takkanum á Windows lyklaborði (F14 takkinn á Mac lyklaborðinu), fer svo í Word og nota Ctrl+V til að líma myndina inn í textann. Svo klippi ég utan af henni þannig að einungis sá hluti sem ég er að fjalla um er eftir.
17.11.2008 | 09:15
Myndir færðar úr myndavél í tölvu
Þennan kortalesara keypti ég í Pennanum fyrir skólann. Hann er mun hentugri en hellingur af snúrum og getur lesið næstum allar tegundir af kortum. Ég útbjó leiðbeiningar um notkun hans fyrir nemendur og kennara. Þær eru hér í viðhengi.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
5.11.2008 | 13:10
Word ljóðaverkefni fyrir 4. - 7. bekk
Þetta verkefni er hægt að laga eftir því hvaða umfjöllunarefni er að ræða. Allt frá því að maður hafi sett textann inn fyrir yngstu nemendurna í það að elsta stigið semji eigið efni á ensku eða dönsku. Miðstigið getur útbúið nafnaljóð eins og í þessu verkefni. Þetta er góð upprifjun á grunnatriðum Word og því hvernig á að prenta skjöl.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu: