Leita í fréttum mbl.is

Scratch

Já, ég klóraði mér nú í hausnum yfir þessu forriti í dag. Það er nefnilega kennaranemi sem kom í heimsókn og sagði mér frá því. Þetta er útfærsla af Logo forriti þannig að maður setur inn röð af skipunum og kall á skjánum færist eftir þeim þegar maður smellir á grænt flagg. Slík forrit eru til að hjálpa nemendum að skilja grundvallaratriði sem gilda í forritun. Aðalnámskráin kveður á um að við eigum að koma nemendum í tæri við slíkt, svo það er tilvalið að nýta sér þetta. Forritið er hægt að nálgast á slóðinni http://scratch.mit.edu/ - það er ókeypis og tekur lítinn tíma að setja það upp. Eina smávægilega vandamálið sem ég rakst á var að það virkar í administrator aðgangi en ekki í nema aðgangi. Ég þarf að rifja upp hvernig maður bætir nema aðganginum inn í securities á möppunni. Þegar ég er komin með það á hreint skal ég setja inn leiðbeiningar um það hérna.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Laufey
Laufey
Tölvukennari við Grunnskólann á Ísafirði. Vill vinna með öðrum tölvukennurum á þessu bloggi.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband