Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

MovieMaker og myndvinnsla með 7.bekk

Hér er verkefni sem ég geri með 7. bekk þetta árið. Krökkunum finnst undantekningarlaust gaman að myndvinnslu. Ég nota hér myndir af mér og ég læt krakkana taka myndir af sér. Þeir sem vilja ekki mynd af sér geta t.d. tekið mynd af höndinni á sér til að nota. Stundum leyfi ég þeim að finna myndir á netinu, en oftast nota þau mynd af sér. Sum finna myndir af sér á netinu sem þau vista inn í möppuna sína til að nota.

MovieMaker virkar best ef öll skjöl sem eru í stuttmyndinni eru geymd í sömu möppu og vinnsluskjalið sjálft. Þetta er góð leið til að kenna krökkunum skjalavörslu án þess að hún verði leiðinleg.Wink


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Að læra á forrit

Núna er ég á námskeiði hjá Háskóla Íslands sem heitir Margmiðlun til náms og kennslu. Þarna erum við að læra á ýmis margmiðlunarforrit og mér þykir mjög áhugavert að íhuga námsferlið sem fylgir því að læra á nýtt forrit.

Til að koma manni af stað þarf maður svolitla hjálp, helst námskeið sem þarf samt ekki að vera nema örfáar klukkustundir (jafnvel bara tvær klukkustundir) rétt til að koma manni af stað. Síðan þarf maður leiðbeiningar skrifaðar á mannamáli sem maður getur nálgast á auðveldan hátt. Lykilhvatinn fyrir mig er að ég eigi síðan að skila verkefni (skýr fyrirmæli takk fyrir) á ákveðnum tíma. Þá leggst maður í grúsk og tíminn flýgur bókstaflega.

Kennum við eins og við lærum? Læra krakkarnir svona? Ég ætla að spyrja þau að því fljótlega.


Höfundur

Laufey
Laufey
Tölvukennari við Grunnskólann á Ísafirði. Vill vinna með öðrum tölvukennurum á þessu bloggi.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband