Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
22.1.2009 | 09:17
Að setja tónlist af geisladisk inn í tölvu.
Hér eru leiðbeiningar sem ég var að búa til fyrir nemendur.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
16.1.2009 | 09:57
MovieMaker á miðstigi
Í vetur hafa krakkarnir í 5. og 6. bekk sýnt áhuga á því að læra á MovieMaker. Þá hef ég einfaldað verkefnin, notað í mesta lagi 6 myndir (ekki vídeóskeið) og kennt þeim á grunninn. Þetta er tímafrekt og þau geta sjaldnast fylgt mér eftir á skjávarpa, þannig að ég set hópinn í mismunandi verkefni til að geta eytt meiri tíma með hverjum og einum. Vanalega segi ég tveim til í einu og hvet krakkana svo til að hjálpast að. Það gengur vel eftir svolítinn tíma. Hér er verkefni sem ég gerði með 5. bekk.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 08:33
Windows MovieMaker
Við erum með stuttmyndaval sem er afar vinsælt. Til að venja krakkana við MovieMaker forritið byrja ég á því að láta þau setja inn myndir sem þau safna af netinu, kenni þeim að nota Transistions, Titles and credits, Video effects og að setja tónlist með í bakgrunninn. Bækurnar Movie Maker 2 á eigin spýtur voru keyptar fyrir skólann en krakkarnir nota þær afar takmarkað. Í byrjun fer ég skref fyrir skref á skjávarpanum og fæ þau svo til að hjálpast að. Þau eru afar klár að klóra sig áfram en maður er á þönum fyrstu nokkur skiptin á milli þeirra að hjálpa þeim. Annað verkefnið er að taka myndir á stafræna myndavél (þau velja sér þema til að vinna eftir, t.d. fólk, bílar, hurðir, skór o.s.frv.). Þar á eftir læt ég þau taka upp stuttasjálfskynningu á vídeóvél og kenni þeim að flytja efnið úr vídeóvél í tölvu og klippa það til. Eftir það eru þau orðin ansi sjálfbjarga og geta unnið stærri verkefni á eigin spýtur.
12.1.2009 | 14:26
Microsoft Digital Image Suite Anniversary Edition Editor
12.1.2009 | 14:21
Myndvinnsluforrit
Bæði Paint og Picture Manager fylgja með XP. Þau þykja mér hentug til að kenna bæði miðstigi og unglingastigi myndvinnslu. Þetta eru dæmi um hvað er hægt að gera í þeim.
Eftir að hafa kennt krökkunum á þessi tvö forrit, tel ég að það sé mjög gott að nota Microsoft Digital Image Suite Anniversary Edition Editor í framhaldi. Það er afar skemmtilegt myndvinnsluforrit sem hefur flest það sem flóknari myndvinnsluforrit hafa, án þess að vera hrikalega flókið.