16.1.2009 | 08:33
Windows MovieMaker
Við erum með stuttmyndaval sem er afar vinsælt. Til að venja krakkana við MovieMaker forritið byrja ég á því að láta þau setja inn myndir sem þau safna af netinu, kenni þeim að nota Transistions, Titles and credits, Video effects og að setja tónlist með í bakgrunninn. Bækurnar Movie Maker 2 á eigin spýtur voru keyptar fyrir skólann en krakkarnir nota þær afar takmarkað. Í byrjun fer ég skref fyrir skref á skjávarpanum og fæ þau svo til að hjálpast að. Þau eru afar klár að klóra sig áfram en maður er á þönum fyrstu nokkur skiptin á milli þeirra að hjálpa þeim. Annað verkefnið er að taka myndir á stafræna myndavél (þau velja sér þema til að vinna eftir, t.d. fólk, bílar, hurðir, skór o.s.frv.). Þar á eftir læt ég þau taka upp stuttasjálfskynningu á vídeóvél og kenni þeim að flytja efnið úr vídeóvél í tölvu og klippa það til. Eftir það eru þau orðin ansi sjálfbjarga og geta unnið stærri verkefni á eigin spýtur.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.