19.9.2008 | 08:21
Hringekjukennsla á miðstigi
Þetta haustið skiptum við krökkunum á miðstiginu í hópa. Þessir hópar fara í myndmennt, heimilisfræði, textímennt, tæknimennt og tölvur, þrjá tvöfalda tíma í hverri viku í einni grein og skipta svo í næstu. T.d. er ég með hóp núna í 6. bekk sem byrjaði hjá mér í haust og koma til mín í tölvutíma sex kennslustundir í viku. 13. október er svo skipt og þá fara þau í annað fag og ég fæ nýjan hóp. Þetta fyrirkomulag virkar mjög vel, þau muna miklu meira á milli tíma, fyrir utan það að þetta eru minni hópar (bara 11 nemendur í einu í stað 24). Svo eru þau líka duglegri að hjálpast að. Ég mæli eindregið með þessu.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.